Rúmenskt safna- og ráðuneytisfólk í sjö daga námsheimsókn um sagnahefð á Íslandi

NORTH Consulting skipulagði í lok október og byrjun nóvember sjö daga námsheimsókn safnafólks og fulltrúa menningarmálaráðuneytis Rúmeníu. Hópurinn, sem samanstóð af forstöðufólki og safnstjórum frá níu söfnum víðsvegar að í Rúmeníu og fimm fulltrúum menningarmálaráðuneytis, ferðaðist um höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Vestmannaeyjar og Snæfellsnes, heimsótti fjölbreytt söfn og staði með mikilli menningararfleið, borðaði mikið af góðum mat, sérstaklega fiski, og upplifði íslenska náttúru. NORTH er stoltur samstarfsaðili en við skipulagningu heimsóknarinnar nutum við aðstoðar einstaklinga og safna í Reykjavík, Vestmannaeyjum, á Suðurlandi og á Snæfellsnesi. Sagnahefð er rík á Íslandi og það kom hópnum verulega á óvart hversu fjölbreytt nálgun safna er á þeim stöðum sem heimsóttir voru, hversu vel haldið er utan um ólíkan menningararf og síðast en ekki síst hversu gott sagnafólk veið eigum hér á Íslandi.

Rúmenska menningarráðuneytið birti á hverjum degi heimsóknar stutt myndband um dagskrá hvers dags. Hér fylgir myndband frá fyrsta degi námsheimsóknarinnar


Athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *