NORTH aðstoðar fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga og nýsköpunarfyrirtæki við að móta leið inn í framtíðina.
Ráðgjafaþjónusta NORTH
Hentar fyrir
Fyrirtæki
Opinberar Stofnanir
Sprota
Fagaðila
NORTH býður fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf við að endurskoða tilgang og markmið starfsemi, móta framtíðarsýn og leiðir til að ná henni fram. Stefnumótun getur falið í sér mótun nýrrar heildarstefnu fyrirtækis eða stofnunar, samskiptastefnu eða stefna fyrir ákveðið svið og deildir. Við leiðbeinum viðskiptavinum í gegnum undirbúningsferlið og hugmyndavinnu, við mótun stefnunnar og þróun gagnsærra verkferla og aðgerða til að hrinda stefnunni í framkvæmd. Við bjóðum einnig upp á leiðsögn og þjálfun starfsfólks á innleiðingarstigi.
Í frægu ævintýri Lews Caroll, “Lísa í Undralandi” eltir Lísa kanínu niður í holu þar sem hún rekst á alls kyns kynjaverur í landi sem hún kallar Undraland. Kötturinn spyr Lísu hvert hún sé að fara og hún svarar því til að hún viti það ekki en spyr:
“Vildirðu vera svo vænn að segja mér hvaða leið ég á að fara til að komast héðan?”
“Það fer eftir því hvert þú vilt fara”, svarar kötturinn
“Mér er nokkuð sama hvert – “ svarar Lísa
“Þá skiptir engu máli hvaða leið þú velur” svarar kötturinn
Þetta er stefnumótun í hnotskurn. Góð stefna auðveldar ákvarðanir, veitir okkur leiðsögn og hjálpar til við að setja mælanleg markmið. Stefnumótun er verkfæri sem skipulagsheildir af ólíkum stærðum og gerðum geta nýtt sér við daglega ákvarðanatöku, til að meta framfarir og við breytingar á nálgun í starfsemi. Stefna lýsir því hvernig tiltekin eining (fyrirtæki, stofnun, deild, sveitarfélag) ætlar að skapa aukin verðmæti fyrir viðskiptavini sína, notendur, íbúa og eigendur.
Stefnumótun felur í sér mótun sameiginlegrar framtíðarsýnar til næstu 5-10 ára, skilgreiningu á hlutverki (tilgangi), mótun gilda fyrir starfsemina, skilgreiningu og forgangsröðun aðgerða og verkefna og ákvörðun um verklag – hvernig ætlum við að vinna saman til að ná fram stefnu? Stefnumótun kallar einnig oft á mótun nýrrar vinnumenningar innan skipulagsheildar.
Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:
María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is
+354 820475
Ráðgjafaþjónusta NORTH
Hentar fyrir
Fyrirtæki
Opinberar Stofnanir
Sprota
Fagaðila
Sem stjórnandi berð þú ábyrgð á velgengni fyrirtækis þíns eða stofnunar. Árangur er hægt að mæla með ólíkum hætti, s.s. arðsemi, lítilli starfsmannaveltu, eða góðri samstillingu starfsfólks og skuldbindingu við jákvæð vinnustaðatengsl og menningu. Jafnvægi milli árangurs og tengsla skiptir lykilmáli fyrir velgengni.
Það eru engar skyndilausnir í boði þegar kemur að því að umbreyta fyrirtækjamenningu. Ef þú vilt vera leiðtogi sterkra tengsla og umbreytinga, þá er kominn tími til að gera hlutina á alveg nýjan máta – máta sem gefur þér tækifæri til að umbreyta eigin lífi og menningu fyrirtækis/stofnunar á saman tíma.
Hvers vegna: Stjórnendur sem eru færir um að greina og koma í orð eigin tilfinningu um tilgang og merkingu lífsins eru betur í stakk búnir að styðja starfsfólk sitt og skipulagsheildina alla við að hámarka árangur og persónulega hamingju.
Hvað: Umbreyting vinnustaðamenningar og áherslna í starfsemi hefst með getu stjórnenda til að:
Hvernig: Líf sem er lífsins virði leiðtogahugsun byggir á aðferðafræði sem var upprunalega þróuð innan Yale háskóla og kallast “Life Worth Living.” (sjá nánar hér) Með þessari nálgun spyrja þátttakendur sig stórra og erfiðra spurninga um lífið, s.s. Hvernig lítur farsælt líf út? Þessi spurning leggur grunn að leitinni að tilgangi og merkingu í mannlegu lífi og er þess vegna grundvallarspurning sem allir verða að spyrja sig. Líf sem er lífsins virði aðferðafræðin nálgast fyrirtækjamenningu út frá verðmætustu auðlind hverrar skipulagsheildar; starfsfólkinu. Við byrjum alltaf á þjálfun stjórnenda sem þurfa að leiða ferli umbreytinga en mælum með að sem flestir í teymi taki þátt.
Í þjálfuninn takast þátttakendur saman á við fornar og nýjar hugmyndir heimspekilegra, menningarlegra og trúarlegra hefða með fjölbreyttum þátttökuaðferðum í öruggu umhverfi og þannig fá tækifæri til að endurskoða, prófa sig áfram og laga sig að því sem gefur þeirra eigin lífi og starfi tilgang og merkingu. Sérsniðið fyrir hvern viðskiptavin: Líf sem er lífsins ráðgjöfin er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Hægt er að skipuleggja 2-3 daga vinnustofur eða hittast oftar í styttri tíma í senn. Mælt er með því að byrja vegferðina á vinnustofu utan vinnustaðar til að undirbyggja öruggt samræðuumhverfi. Ráðgjafar NORTH eru sömuleiðis til staðar til að styðja stjórnendur og starfsfólk við að innleiða nálgunina inn í menningu skipulagsheildarinnar.
Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:
María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is
+354 820475
Ráðgjafaþjónusta NORTH
Hentar fyrir
Fyrirtæki
Opinberar Stofnanir
NORTH býður fyrirtækjum og stofnunum að skipuleggja hálfs eða heildsdags starfsdaga eða styttri kynningar og hópeflingu. Við hönnun starfsdaga leggjum við áherslu á að blanda saman fræðslu í bland við skemmtileg og fjölbreytt verkefni og hópeflisæfingar. Þannig blöndum við alltaf saman einstaklingsmiðaðri sjálfsskoðun, vinnu í hópi og ígrundun. Á starfsdögum NORTH skapa þátttakendur góðar minningar og taka með sér heim nýja þekkingu og uppgötvanir um sjálfa sig og samstarfsmenn sína.
Nálgun okkar er einföld. Við hittum viðskiptavin, förum saman yfir þarfir hópsins, ákveðum markmið og áætlaðan árangur starfsdagsins. NORTH býr í framhaldi til dagskrá sem við deilum með viðskiptavini til yfirferðar. Við komum með nauðsynleg áhöld, efni og verkfæri og tryggjum nauðsynlega mönnun til að tryggja að starfsdagurinn gangi snuðrulaust fyrir sig.
Starfsdagar geta farið fram á starfsstöð fyrirtækisins/stofnunar eða á öðrum stað að eigin vali. Margir velja að fara út fyrir bæinn á starfsdögum.
Stuðningur við námskeiðsgjöld: Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is
Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:
María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is
+354 820475
Ráðgjafaþjónusta NORTH
Hentar fyrir
Fyrirtæki
Opinberar Stofnanir
Hópefli NORTH er skemmtileg og skipulögð fræðsla og æfingar eða lengri viðburður, sérhönnuð til að auka samvinnu, samskipti, traust og ábyrgð meðal tiltekins hóps eða teymis. Hópefli skapar tækifæri til að styrkja tengsl á milli þeirra sem starfa saman í teymi, hlúa að jákvæðri teymismenningu og bæta heildarframmistöðu teymis.
Hópefli getur tekið á sig ýmsar myndir:
Nálgun NORÐUR á hópefli byggir á fjölbreyttri samsetningu fræðslu, áskorana, leikja og æfinga sem er sérstaklega hönnuð fyrir hvert teymi og þarfir þess. Við gerum ítarlega þarfagreiningu áður en við hönnum hópeflisupplifunina. Við notum oft “Leiðtogaáttavitann” (sjá “Menning á vinnustað og einstaklingurinn sem leiðtogi”). Í lok hvers hópeflis munu reyndir leiðbeinendur NORTH hjálpa teyminu að ígrunda hvernig einstaklingar og teymið brást við áskorunum og hvaða lærdóm teymið getur dregið af því. Með því að láta teymið bera kennsl á lærdóminn sem það öðlaðist með þátttöku skapast meira eignarhald á reynslunni og betri útfærsla í framtíðarverkefnum teymisins.
Hópefli getur farið fram hjá þínu fyrirtæki eða á öðrum stað að eigin vali. Margir velja að fara út úr bænum til tilbreytingar.
Stuðningur við námskeiðsgjöld: Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is
Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:
María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is
+354 820475
Ráðgjafaþjónusta NORTH
Hentar fyrir
Fyrirtæki
Opinberar Stofnanir
Menning mótar allt daglegt líf okkar – skoðanir, ástríður, metnað og hegðun. Menning mótast af reynslu og er miðlað frá kynslóð til kynslóðar sem sameiginlegur arfur og siðir. Í gegnum lífið mótar menning okkur sem einstaklinga, hugsun okkar og hegðun og stuðlar þannig að persónulegum vexti.
Við hjá NORTH trúum því að við höfum öll getu til að vera leiðandi í lífi okkar og starfi. NORTH býður fyrirtækjum, stofnunum og teymum af mismunandi stærðum upp á kynningar, vinnustofur eða lengri námskeið um vinnustaðamenningu. Stundum sameinum við fræðslu um vinnustaðamenningu og hópefli.
Við erum öll afurð menningar. Hvernig við hugsum og hegðum okkur í daglegu lífi, þar á meðal á vinnustaðnum, hefur áhrif á okkur og þá sem við eigum samskipti við – samstarfsfólk, fjölskylda, vinir og aðrir. Á vinnustað mótast menning milli þeirra sem deila sameiginlegu rými. Vinnustaðamenning vísar þannig til þess hvernig hlutir eru framkvæmdir í félagslegu umhverfi. Teymi koma sér saman um gildi sem tengir það saman en fyrir einstaklinga, skapar vinnustaðamenning tilgang, sameiginleg gildi og skuldbindingu. Þar sem menning er í raun manngerð gegnum við öll mikilvægu hlutverki við að móta hana, viðhalda og, þegar þörf krefur, breyta henni.
Nálgun okkar einblínar á einstaklinginn sem nauðsynlegan hluta af vel starfandi teymi. Við vinnum með nálgun sem kallast á ensku “Leadership Compass” eða „Leiðtogaáttavinninn) sem er nálgun sem kom fyrst fram í þekktri bók sem heitir Four-Fold Way og kom fyrst út árið 1993. Með Leiðtogaáttavitanum könnum við mismunandi vinnustíla einstaklinga , sem tæki til sjálfsígrundunar og leiðtogavaxtar. Fjórum áttum áttavitans er lýst sem stríðsmanni (norður), græðara (suður), kennara (vestur) og hugsjónamanni (austur). Allar áttirnar hafa styrkleika og hugsanlega veikleika. Hver einstaklingur hefur möguleika á að vaxa í hverja átt og fá aðgang að gjöfum sem tengjast þeirri átt. Leiðtogaáttavitinn gerir einstökum þátttakendum kleift að kafa dýpra í sjálfsskoðun og skoðun á teyminu. Þátttakendur taka þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum hópeflisæfingum í vinnu með áttavitann, allt eftir lengd hvers námskeiðs eða vinnustofu.
Áður en lagt er af stað hittum við viðskiptavin, förum saman yfir þarfir hópsins, ákveðum markmið og áætlaðan árangur af fræðslu/vinnustofu/námskeiðs. NORTH býr í framhaldi til dagskrá sem við deilum með viðskiptavini til yfirferðar. Við komum með nauðsynleg áhöld, efni og verkfæri og tryggjum nauðsynlega mönnun til að tryggja að fræðslan/vinnustofan/námskeiðið gangi snuðrulaust fyrir sig.
Fræðsla/vinnustofur/námskeið geta farið fram hjá þínu fyrirtæki eða á öðrum stað að eigin vali. Margir velja að fara út úr bænum til tilbreytingar.
Stuðningur við námskeiðsgjöld: Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is
Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:
María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is
+354 820475
Ráðgjafaþjónusta NORTH
Hentar fyrir
Fyrirtæki
Opinberar Stofnanir
Sprota
Fagaðila
Margar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar missa af tækifærinu til að finna opinbert fé til að raungera hugmyndir sínar og lausnir og byggja upp hæfni meðal starfsfólks vegna þess að þau vita ekki hvar þau eiga að byrja að leita að fjármagni.
NORTH aðstoðar fyrirtæki, stofnanir, sprota og einstaklinga við að kortleggja tækifæri til fjármögnunar fyrir mismunandi verkefni og uppbyggingu hæfni og þjálfar starfsfólk í mótun hugmynda og umsóknaskrifum, á opnum og sérsniðnum vinnustofum eða opnum vinnustofum. Sérfræðingar NORTH aðstoða sömuleiðis við skrif umsókna(sjá meira undir styrkjaþjónusta, gerð samninga og skýrslugerð, að því marki sem viðskiptavinurinn þarfnast.
Markmið okkar með þessari ráðgjöf og þjálfun er að styðja einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í að ferðast sjálfbjarga um fjármögnunarfrumskóginn.
Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:
María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is
+354 820475
Ráðgjafaþjónusta NORTH
Hentar fyrir
Fyrirtæki
Opinberar Stofnanir
Sprota
Fagaðila
Ertu með frábæra hugmynd að verkefni eða nýstárlegri lausn en veist ekki hvert þú átt að leita að fjármögnun?
Sérfræðingar NORTH þekkja vel til menningar-, mennta-, nýsköpunar-, rannsókna- og fjölmargra annarra fjármögnunaráætlana og geta hjálpað þér að kortleggja tækifæri til að raungera hugmyndir þínar að verkefni eða nýrri lausn auk þess að móta styrkjastefnu til næstu 3-5 ára.
Kortlagning á styrkjamöguleikum felur í sér:
Viðskiptavinur fær stutt yfirlit yfir fjármögnunarmöguleika fyrir hverja hugmynd og tillögu að stefnu varðandi hverja hugmynd.
Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:
María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is
+354 820475