Við höfum áratuga reynslu af því að hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri
NORTH var stofnað árið 2018 og byggir á einfaldri sýn:
Vonir okkar með NORTH endurspeglast í framtíðarsýn NORTH: “að gera heiminn að betri stað fyrir ÞIG til að starfa í og betri stað fyrir OKKUR að búa í.”
“Ég stofnaði NORTH á sérstökum tíma í lífi mínu árið 2018. Ég hef alltaf verið svo heppin að starfa við það sem veitir mér bæði gleði og tilgang. Allt hefur hins vegar sín takmörk og ég brann svo mikið fyrir verkefnin mín að ég brann yfir! Ég óska engum þess að finna botninn sinn en í mínu tilviki varð það mér til happs. Nauðbeygð gaf ég sjálfri mér loks tíma. Ræktaði sjálfið og líkamann og tengsl við fólkið mitt. Með sterkari sjálfsmynd og aukna sjálfstrú ákvað ég að hætta í starfi sem ég hafi sinnt lengi og lengst af elskað og stofna mitt eigið fyrirtæki. Hræðslan við að fara út í hið ókunna, skapa sjálf mínar tekjur, var sannarlega til staðar, en trúin á að ég gæti gert öðrum gagn með kröftum mínum, var hræðslunni yfirsterkari. NORTH byggir á mínum persónulegu gildum og einlægum vilja til að gera starfsumhverfi okkar og samfélag betra. Ég trúi því einlæglega að lítil þúfa geti velt þungu hlassi og þjónusta NORTH byggir á því að auka getu þeirra sem við vinnum með til að takast betur á við verkefni sín, hjálpa þeim að finna sína eigin sýn og tilgang í vinnu og eigin lífi og styðja þá í að hjálpa sér sjálfir. Okkar markmið er að stækka þá sem við vinnum með og líka okkur sjálf.”
Vonir okkar með NORTH endurspeglast í framtíðarsýn NORTH: “að gera heiminn að betri stað fyrir ÞIG til að starfa í og betri stað fyrir OKKUR að búa í.”
María Kristín Gylfadóttir
Grunngildi NORTH leiðbeina okkur við að ná fram framtíðarsýn okkar. Við nýtum gildin til að móta áherslur, taka ákvarðanir við að varða leiðina, taka ákvarðanir og móta menningu okkar.
fyrir NORTH þýðir að teymið okkar víkur sér ekki undan erfiðum samtölum, sem eru hvati umbreytinga þegar þau fara fram af virðingu og umhyggju í öruggu umhverfi. Að sama skapi mun NORTH teymið ekki víkja sér undan því að draga fram og endurspegla styrkleika og árangur. Að fagna árangri endurspeglar jafn mikið heiðarleika og erfið samtöl.
fyrir NORTH byggir á tveimur stoðum. NORTH teymið gerir ávallt ráð fyrir góðum ásetningi sem endurspeglast í vilja okkar til að taka áhættu með viðskiptavinum okkar. Trúverðugleiki er einnig hluti af kjarna NORTH. NORTH hefur skapað sér orðspor sem áreiðanlegt fyrirtæki. Áreiðanleikinn byggir á áralangri vinnu sem unnin var af heilindum, með samkennd og af sanngirni.
fyrir NORTH sýnir skuldbindingu okkar að vinna að sameiginlegum tilgangi og í þágu almannaheilla. NORTH trúir því að enginn blómstri einn og að raunverulegt samstarf krefjist þess að við vinnum saman að sameiginlegum hagsmunum.