Gildi NORTH

Grunngildi NORTH leiðbeina okkur við að ná fram framtíðarsýn okkar.  Við nýtum gildin til að móta áherslur, taka ákvarðanir við að varða leiðina, taka ákvarðanir og móta menningu okkar. 


HEIÐARLEIKI

fyrir NORTH þýðir að teymið okkar víkur sér ekki undan erfiðum samtölum, sem eru hvati umbreytinga þegar þau fara fram af virðingu og umhyggju í öruggu umhverfi. Að sama skapi mun NORTH teymið ekki víkja sér undan því að draga fram og endurspegla styrkleika og árangur. Að fagna árangri endurspeglar jafn mikið heiðarleika og erfið samtöl.

TRAUST

fyrir NORTH byggir á tveimur stoðum. NORTH teymið gerir ávallt ráð fyrir góðum ásetningi sem endurspeglast í vilja okkar til að taka áhættu með viðskiptavinum okkar. Trúverðugleiki er einnig hluti af kjarna NORTH. NORTH hefur skapað sér orðspor sem áreiðanlegt fyrirtæki.  Áreiðanleikinn byggir á áralangri vinnu sem unnin var af heilindum, með samkennd og af sanngirni.

SAMSTARF

fyrir NORTH sýnir skuldbindingu okkar að vinna að sameiginlegum tilgangi og í þágu almannaheilla. NORTH trúir því að enginn blómstri einn og að raunverulegt samstarf krefjist þess að við vinnum saman að sameiginlegum hagsmunum.