NORTH Consulting er lítið mennta-, ráðgjafar- og þjálfunarfyrirtæki staðsett í Reykjavík. Okkar markmið er að þróa og innleiða árangursríkar aðferðir og leiðir fyrir fyrirtæki, frumkvöðla, opinbera aðila, félagasamtök, einstaklinga og fagfélög að dafna, þroskast og ná árangri.
NORTH er samstarfsaðili þinn í að móta framtíðarsýn, hvort heldur sem er með stefnumótun, nýstárlegri lausnaþróun eða í gegnum teymisuppbyggingu og hæfniþróun starfsfólks og leiðtoga.
NORTH er þinn samstarfsaðili í byggja upp hæfni teymis og virkja starfsfólk í sjálfsígrundun og árangursríkum samræðum. Nálgun okkar við þjálfun byggir á virkri þátttöku og samvinnu.
NORTH býður upp á einstaka sérþekkingu á skrifum á styrkumsóknum í fjölbreytta innlenda og alþjóðlega styrktarsjóði.
NORTH vinnur reglubundið að fjölbreyttri efnisþróun, s.s. stefnumótun, þróun námsskráa og námsefnis og stafrænni fræðslu.