NORTH vinnur að margs konar innlendum og erlendum þróunarverkefnum og
efnisþróun í tengslum við stefnumótun, námskrár- og námsefnisgerð.
Byggjum á Styrkleikum (BSI) er námskeið í sjálfsuppbyggingu og skapandi hugsun fyrir nemendur sem sýna einkenni skólahöfnun í 7-10. bekk grunnskóla
BSI námskeiðið leitast við að veita inngrip fyrir nemendur á aldrinum 13-16 ára (7-10 bekkur) sem eru komnir með skólaleiða, sýna vanvirkni í námi og eru í raunverulegri hættu á að detta út úr skóla. BSI notar sannreyndar aðferðir með nemendahópnum til að hjálpa þeim að viðurkenna og átta sig á styrkleikum sínum og sjá fyrir sér hvernig þeir geta nýtt sér eigin styrkleika til að leggja sitt af mörkum til eigin lífs, nærsamfélagsins og samfélagsins í heild.
Að hugsa um kennara og skólastjórnendur
Líf sem er lífsins virði (LIFE verkefnið) er námskeið þróað sérstaklega fyrir kennara og skólastjórnendur sem margir hverjir hafa upplifað streitu og kulnun í starfi síðastliðin ár og sem starfa í umhverfi sem hefur sömuleiðis breyst mjög hratt á umliðnum árum.
LIFE er einstök persónuleg vegferð, ólík öllu því sem þátttakendur hafa tekið þátt í áður og á rætur sínar að rekja til þeirrar trúar að fagleg þróun geti ekki átt sér stað án persónulegs þroska.
Að hugsa um kennara og skólastjórnendur
I.You er gagnvirkt, nýstárlegt markþjálfunarverkfæri sem styður ungt fólk á aldrinum 18-29 ára (gæti nýst yngri markhópi) við að takast á við andlegar áskoranir og vanlíðan og skort á tilgangi með lífinu í gegnum þekktar markþjálfunaraðferðir.
Education for sustainable development and didactical guidelines for teachers
Digital Destiny er kennslurammi sem auðveldar samþættingu samfélagslegra áskorana við námskrá. Ramminn felur í sér kennslufræðilega nálgun sem virkjar nemendur á markvissan hátt og styðst við blandað nám eftir því sem færi gefst til. Ramminn er hugsaður sem stuðningsefni fyrir kennara sem gerir þeim kleift að þróa og skapa vel útfært nám í opnu og öruggu umhverfi þar sem raddir allra fá að heyrast.
Í samfélagi sem tekur örum breytingum gegna skapandi greinar lykilhlutverki í að knýja fram nýsköpun og í að hlúa að samheldni samfélags. Á sama tíma og við tökum skref í átt að sjálfbæru grænu hagkerfi er mikilvægt fyrir fagfólk innan þessara greina að þróa yfirfæranlega hæfni sem gerir þeim kleift að hafa með störfum sínum jákvæð umhverfisáhrif.
Mat á yfirfæranlegri hæfni
SOUL verkefnið þróaði aðferðafræði til þess að meta yfirfæranlega hæfni nemenda á aldrinum 6-12 ára. Horft var sérstaklega til þess í verkefninu að þróa verkfæri sem gæti nýst þeim sem vinna með börnum utan skólastofunnar, í óformlegu námi eins og tónlist, dansi, leiklist, íþróttum, frístund osfrv.