Starfsdagar


NORTH býður fyrirtækjum og stofnunum að skipuleggja hálfs eða heildsdags starfsdaga eða styttri kynningar og hópeflingu. Við hönnun starfsdaga leggjum við áherslu á að blanda saman fræðslu í bland við skemmtileg og fjölbreytt verkefni og hópeflisæfingar.  Þannig blöndum við alltaf saman einstaklingsmiðaðri sjálfsskoðun, vinnu í hópi og ígrundun. Á starfsdögum NORTH  skapa þátttakendur góðar minningar og taka með sér heim nýja þekkingu og uppgötvanir um sjálfa sig og samstarfsmenn sína. 

Lesa Meira

Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475

Upphafið er inni á skrifstofu skólastjórans: Mótun menningar innan skóla


Þetta námskeið styður skólastjórnendur í því að bera kennsl á einkenni menningar í eigin skóla og veitir leiðsögn um hvernig hægt er að byggja upp jákvæða menningu innan skóla sem byggir á traustum samböndum og tækifærum til vaxtar og náms.

Lesa Meira

Fyrir Hvern: Skólastjórnendur og leiðtoga innan skóla

Efnistök námskeiðs: Þátttakendur á námskeiðinu munu læra um kenningar um menningu skipulagsheilda og hvernig menning skipulagsheildar tengdist persónulegum og félagslegum gildum, hvernig hún virkar í framkvæmd og hefur áhrif á nemendur, kennara og annað starfsfólk skóla. Þáttakendur munu einnig kynnast kenningum um menningarbreytingar og verkfærum til að kortleggja núverandi menningu, móta nýja og innleiða.

Skipulag námskeiðs: Námskeiðið er skipulagt sem tveggja daga vinnustofa, samtals 14 klst. Vinnustofan samanstendur af stuttum fyrirlestrum og fjölbreyttum einstaklingsbundnum og hópæfingum. Boðið er upp á vinnustofu bæði á ensku og íslensku.

Eftirfylgni: Möguleiki er á eftirfylgni í formi leiðsagnar við einstaka stjórnendur eða stjórnendahópinn sem heild við að nýta sér verkfærin sem kynnt eru á vinnustofunni, umbreyta menningu og við innleiðingu á nýrri menningu.

Stuðningur við námskeiðsgjöld: Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475

Færninálgun í kennslu íslensku sem annars tungumáls – The Proficiency Approach: Hluti 1


Þetta námskeið er í tveimur hlutum. Í fyrsta hluta fá þátttakendur kynningu á Færninálgun í kennslu íslensku sem annars tungumáls (Proficiency Approach). Í lok námskeiðs munu þátttakendur hafa öðlast grunnþekkingu á því hvað Færninálun í tungumálanámi er og hæfni í að nota færnilýsingar til að skilja betur stöðu nemenda.

Lesa Meira

Fyrir Hvern: Kennara sem sinna kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Mælt er með að allir innan skóla sem koma að kennslu íslensku sem annars tungumáls innan skóla taki þátt til að tryggja heildstæða innleiðingu á nálguninni og jafningjastuðning.

Efnistök Námskeiðs: Þátttakendur munu kynnast Færninálgun í kennslu tungumáls sem annars máls (Proficiency Approach), hugmyndafræðinni og rammanum í kringum hana. Lögð er áhersla á að þátttakendur öðlist skilning á færnistigum, hæfni- og árangursviðmiðum og samskiptaleiðum eins og þeim er lýst innan ramma Færninálgunar. Skipulag Námskeiðs: Fyrsti hluti námskeiðs er skipulagður sem tveggja klukkustunda vinnustofa um Færninálgun í kennslu tungumáls sem annars máls (Proficiency Approach). Vinnustofan samanstendur af stuttum fyrirlestrum og fjölbreyttum einstaklingsbundnum og hópæfingum. Námskeiðið er á ensku en námsgögn á íslensku.

Eftirfylgni: Mælt er með að þátttakendur taki einnig Hluta 2 til að öðlast dýpri skilining á nálguninni og innleiðingu á henni.

Stuðningur við námskeiðsgjöld: Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

Andrea RC Kasper

andrea@northconsulting.is

(+354) 888 3778

Færninálgun í kennslu íslensku sem annars tungumáls – The Proficiency Approach: Hluti 2


Í seinni hluta 2 námskeiðsins munu þátttakendur dýpka skilning sinn á Færninálguninni, vinna með sniðmát fyrir kennsluáætlun, og æfa innleiðingu á fjórum aðferðum sem hægt er að innleiða í kennslu í framhaldi. Í lok námskeiðs munu þátttakendur hafa getu til að skrifa kennsluáætlun sem byggir á Færninálgun og móta skýr árangursviðmið (hæfniviðmið) fyrir mismunandi getustig.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Kennara í grunnskóla sem sinna kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Mælt er með að allir innan skóla sem koma að kennslu íslensku sem annars tungumáls innan skóla taki þátt til að tryggja heildstæða innleiðingu á nálguninni og jafningjastuðning.

Efnistök Námskeiðs:

Þátttakendur munu læra að nota sniðmát til að búa til kennsluáætlanir sem byggja á Færninálgun. Þeir munu einnig fá þjálfun í að móta skýr hæfni- og árangursviðmið fyrir mismunandi getustig og æfingu í að nota fjórar aðferðir til að virkja notkun tungumálsins meðal nemenda

Skipulag Námskeiðs:

Seinni hluti námskeiðs er skipulagður sem tveggja klukkustunda vinnustofa. Vinnustofan samanstendur af stuttum fyrirlestrum og fjölbreyttum einstaklingsbundnum og hópæfingum. Námskeiðið er á ensku, námsgögn eru á íslensku.

Eftirfylgni:

NORTH býður skólum upp á leiðsögn við innleiðingu á Færninálgun eða sérsníða framhaldsnámskeið/vinnustofu. Þátttakendur eru einnig hvattir til að sækja framhaldsnámskeið í gerð sniðmáts fyrir kennsluleiðbeiningar, sjá námskeiðið “Gerð kennsluleiðbeininga í Færninálguna í kennslu íslensku sem annars tungumáls.”

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

Andrea RC Kasper

andrea@northconsulting.is

(+354) 888 3778

Gerð kennsluleiðbeininga í Færninálguna í kennslu íslensku sem annars tungumáls


Námskeiðið  er sett upp sem praktíst vinnustofa þar sem þátttakendur fá leiðsögn í að móta sniðmát fyrir kennsluleiðbeiningar fyrir Færninálgun, móta markmið og árangursviðmið (hæfniviðmið), aðferðir við kennslu og námsmat. 

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Kennara og annað starfsfólk sem kemur að kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku, og hafa tekið námskeiðin “Færninálgun í kennslu íslensku sem annars tungumáls,“ hluta 1 og 2 og vilja innleiða Færninálgun í eigin kennslu. 

Efnistök Námskeiðs:

Þátttakendur munu læra að móta sniðmát og móta skref-fyrir-skref heildstæða kennsluáætlun byggða á Færninálgun. Þátttakendur munu einnig þróa frammistöðuverkefni(útkoma sem verður metin) og skrifa 1-2 kennsluáætlanir út frá þeim.

Skipulag Námskeiðs:

Námskeiðið er sett upp sem 3 klukkustunda vinnustofa.  Vinnustofan byrjar á stuttu erindi en þátttakendur munu síðan vinna einstaklingslega og í hópum að mótun frammistöðuverkefna og skrifum á kennsluáætlunum.  Áhersla er á ígrundun og endurgjöf. Námskeiðið er á ensku en námsgögn á íslensku.

Eftirfylgni:

Þátttakendur geta skráð sig á námskeiðið “Kortlagning námskráa”.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

Andrea RC Kasper

andrea@northconsulting.is

(+354) 888 3778

Gerð námskrárkorts fyrir Færninálgun í kennslu íslensku sem annars tungumáls


Námskeiðið þjálfar þátttakendur í gerð námskrárkorts fyrir Færninálgun í kennslu íslensku sem annars tungumáls (Proficiency Approach) fyrir allt skólaárið og nýta til þess árangursviðmið Færninálgunar.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Kennara og annað starfsfólk sem kemur að kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku og deildarstjóra og hafa tekið námskeiðin “Færninálgun í kennslu íslensku sem annars tungumáls,“ hluta 1 og 2 og vilja innleiða Færninálgun í eigin kennslu. Mælt er með að amk tveir kennarar/starfsfólk taki þátt úr hverjum skóla.

Efnistök Námskeiðs:

Þátttakendur munu læra um ólíka þætti í gerð námskrárkorts fyrir Færninálgun í kennslu íslensku sem annars tungumáls. Byrjað er á því að skilgreina markmið og áætlaða útkomu (hæfniviðmi og innihald fyrir tiltekið getustig og aldur. Með því að rýna mismunandi stig færni, flokka samskipta og hæfniviðmið munu þátttakendur læra að búa til námskrárkort sem byggir á þessari aðferð og hægt er að nýta viðskipulagningu kennslu fyrir allt skólaárið.

Skipulag Námskeiðs:

Námskeiðið sem tekur 3 klukkustundir er einungis byrjun á ferli í þróun námskrárkorts sem getur tekið 6-19 mánuði að vinna. Á þessu námskeiði byrja þátttakendur ferlið við þróun námskrárkorts en teymi úr hverjumskóla halda síðan áfram að vinna sjálfstætt í framhaldi og fá leiðsögn frá NORTH á mánaðar til tveggja mánaða fresti þar til kortið liggur fyrir (1-2 klst á mánuði, 5-7 skipti). Áður en námskeið hefst þarf hvert skólateymi að tryggja stuðning stjórnenda til að halda þróunarvinnunni áfram út skólaárið og ljúka kortagerðinni Námskeiðið er á ensku en námsgögn á íslensku.

Eftirfylgni:

Námskeiðið er fyrsta skrefið í gerð námskrárkorts fyrir Færninálgun í kennslu íslensku sem annars tungumáls. Áður en námskeið hefst þarf hvert skólateymi að tryggja stuðning stjórnenda til að halda þróunarvinnunni áfram út skólaárið og ljúka kortagerðinni.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

Andrea RC Kasper

andrea@northconsulting.is

(+354) 888 3778

Heildstæð nálgun leik- og grunnskóla í tungumálanámi:  Hluti 1


Þetta námskeið er í tveimur hlutum. Í fyrsta hluta fá þátttakendur kynningu á ávinningi og aðferðum þess að nálgast tungumálanám í heildstætt í kennslustofunni og í skólanum sjálfum.  Þetta felur í sér breytingu á starfsháttum skóla og í kennslustofunni.  Þátttakendur kynnast sömuleiðis  aðferðum eins og Morgunfundum og þjálfun í gerð hagnýts efnis.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Stjórnendur og kennara í leik- og grunnskólum.

Efnistök Námskeiðs:

Þátttakendur munu rýna árangursríkar aðferðir í nálgun tungumálanáms heildstætt í skipulagsheild (skóla), s.s. samræmdar merkingar og notkun sameiginlegs orðaforða og frasa til að stuðla að menntunarupplifun innan skólans sem styður við alla nemendur.  Þátttakendur munu einnig læra um uppröðun í kennslustofunni, s.s. notkun sjónrænna hjálpartækja, sem styðja við tungumálanám sérstaklega og sem gagnast öllum nemendum.  Þátttakendur fá einnig kynningu á Morgunfundum og þjálfun í að þróa hagnýtt stuðningsefni sem þeir geta nýtt í mótun heildstæðrar nálgunar í tungumálanámi.

Skipulag Námskeiðs:

Námskeiðið er 3 klukkustundir og er sett upp sem vinnustofa sem samanstendur af stuttum fyrirlestrum, samræðum og þróun stuðningsefnis sem þátttakendur geta haldið áfram að þróa í kjölfar námskeiðsins. Námskeiðið er á ensku.

Eftirfylgni:

Þátttakendur geta skráð sig á námskeiðið, “Heildstæð nálgun leik- og grunnskóla í tungumálanámi: Árangursríkar Aðferðir í Forkennslu“ (Hluti 2) 

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

Andrea RC Kasper

andrea@northconsulting.is

(+354) 888 3778

Heildstæð nálgun leik- og grunnskóla í tungumálanámi: Árangursríkar Aðferðir í Forkennslu (Hluti 2)


Þessi námskeið veitir kynningu á hugmyndinni um forkennslu og forkennsluaðferðir (með sérstakri áherslu á hvernig ÍSAT kennarar brúa stuðning inn í kennslustofuna). Þátttakendur munu fá verkfæri til að innleiða nokkrar forkennsluaðferðir og læra að hugsa skýrar um forkennslu sem brú fyrir tungumálanema inn í almenna kennslu.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Kennara í leik- og grunnskólum og ISAT kennara

Efnistök Námskeiðs:

Í seinni hluta námskeiðsins kynnast þátttakendur hugtakinu um “Forkennslu” (pre-teaching) og  læra um mismunandi forkennsluaðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri til allra nemenda í bekk.  Þátttakendur læra um aðferðir eins og: “Sýna og segja frá “(show and tell), orðaforða í forkennslu, að nýta fyrri þekkingu, leiðir til að einfalda orðfæri og hvernig hægt er að einblína á að klára í stað þess að búa til.  Á námskeiðinu verður einnig fjallað um notkun sjónrænna hjálpartækja, þar á meðal grafískar töflur, útlínur og línurit og verkfæri eins og ”Að byrja setningu” (sentence starters) og orðaforðaverkfærakistu.

Skipulag Námskeiðs:

Námskeiðið er 3 klukkustundir og er sett upp sem vinnustofa sem samanstendur af stuttum fyrirlestrum, samræðum og æfingum í Forkennslu. Námskeiðið er á ensku.

Eftirfylgni:

NORTH býður einstaka þátttakendum og skólum og sveitarfélögum leiðsögn, ráðgjöf og áframhaldandi þjálfun í að dýpka færni og innleiða aðferðafræði Heildstæðrar nálgunar í tungumálanámi í eigin skipulagsheild, s.s. með  því að fylgjast með kennslustund og veita endurgjöf, eða móta áætlun um heildstæða innleiðingu innan skóla eða sveitarfélags.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

Andrea RC Kasper

andrea@northconsulting.is

(+354) 888 3778

Morgunfundir í bekkjum:  undirbúningur og innleiðing


Á þessari heilsdagssmiðju kynnast þátttakendur hugtakinu um Morgunfundi í kennslustofunni – hvað þeir eru, hvernig þeir eru skipulagðir og áhrifin sem rannsóknir hafa sýnt að þeir geta haft á námsmenningu, uppbyggingu trausts og samfélags innan beggjar og nám. Þátttakendur munu öðlast þekkingu og getu til að byrja með eigin morgunfundarútínu í sinni kennslustofu.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Bekkjarkennarar í grunnskólum

Efnistök Námskeiðs:

Þátttakendur munu fræðast um tilgang og uppbyggingu morgunfunda, sem ætlað er að hlúa að jákvæðri námsmenningu í kennslustofunni, byggja upp tilfinningu fyrir samfélagi meðal nemenda þar sem allir tilheyra og skipta máli. Þeir munu einnig læra um lykilþætti Morgunfunda:  Að heilsast; Deila; Hópæfingar; Skilaboð; Morgunvenjur og Endurskoðun eða Forskoðun.  Þátttakendur munu fá tækifæri til að æfa sig í að halda morgun fund og efni, dæmi, verkfæri og hugmyndir  til að byrja með morgunfundi í eigin kennslustofu.

Skipulag Námskeiðs:

Námskeiðið er sett upp sem vinnustofa í heilan dag (7 klst). Vinnustofan samanstendur af stuttum fyrirlestrum, samræðum, æfingum og þjálfun í að halda morgunfund.  Námskeiðið er á ensku.

Eftirfylgni:

NORTH býður áframhaldandi þjálfun og ráðgjöf til skóla og sveitarfélaga sem vilja halda áfram að dýpka þekkingu og færni í að innleiða Morgunfundi heildstætt og tengja nám í einstaka námsgreinum við Morgunfundi. s.s. með  því að fylgjast með kennslustund og veita endurgjöf, eða móta áætlun um heildstæða innleiðingu innan skóla eða sveitarfélags. Við bjóðum einnig upp á að koma í skóla, fylgjast með innleiðingu og veita endurgjöf.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

Andrea RC Kasper

andrea@northconsulting.is

(+354) 888 3778

Fjölmenningarlegt nám  (Intercultural education)


Þetta námskeið veitir þátttakendum innsýn í fjölmenningarlegt nám og hæfni sem hægt er að öðlast með með innleiðingu þess inn í kennslustofuna.  Fjölmenningarlegt nám er nálgun í menntun sem stuðlar að skilningi, virðingu og árangursríkum samskiptum milli einstaklinga með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn.  Fjölmenningarlegt nám miðar að því að þróa þekkingu, viðhorf/gildi og færni sem er nauðsynleg til að vaxa og dafna í fjölmenningarlegum heimi. 

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Kennara og stjórnendur í grunnskólum.

Efnistök Námskeiðs:

Á þessu inngangsnámskeiði munu þátttakendur auka vitund sína á því hvað fjölmenningarlegt nám er og hvernig á að skapa fjölmenningarlegt námsumhverfi þar sem eigin sjálfsmynd og annarra, sjálfskynning, ólík sjónarhorn og ígrundun eru miðpunktur náms rýna einstaka þætti þess. Þátttakendur verða leiddir í gegnum stýrðar samræður og æfingar sem er ætlað að auka vitund þeirra um eign sjálfsmynd, sjálfsmynd annarra og hvernig þeir eiga samskipti við aðra. Einnig verður farið yfir ólíkar aðferðir og dæmi um hvernig hægt er að innleiða fjölmenningarlega mótttækilega kennsluhætti.  Í gegnum samræður og markvissar æfingar munu þátttakendur útvíkka sjónarhorn sitt og skilning á því hvernig hægt er að takast á við mismun með kennsluháttum og námsuhverfi sem tekur á móti, hvertur til og endurspeglar fjölbreytileika innan kennslustofunnar, skólans og samfélagsins í heild.

Skipulag Námskeiðs:

Námskeiðið er skipulagt sem hálfsdags vinnustofa (4 klst).  Námskeiðið samanstendur af stuttri kynningu og vinnu í hópum með raunhæf verkefni.  Þátttakendur fá einnig sniðmát til að kortleggja stöðuna í eigin kennslustofu og skóla m.t.t. fjölmenningarlegrar menntunar og leiðbeiningar og fjölbreyttar þátttökuaðferðir og æfingar sem þeir geta nýtt til að gera námið fjölmenningarlegra.  Námskeiðið er á íslensku og ensku og allt námsefni er á íslensku. 

Eftirfylgni:

NORTH býður skólum og sveitarfélögum áframhaldandi þjálfun og ráðgjöf í að dýpka þekkingu á fjölmenningarlegu námi og færni í að innleiða fjölmenningarlegt nám í kennslu, s.s. með  því að fylgjast með kennslustund og veita endurgjöf, eða móta áætlun um heildstæða innleiðingu innan skóla eða sveitarfélags.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475

Mótun Lærdómssamfélags


Þetta námskeið er hluti af röð námskeiða þar sem áherslan er á að stuðla að mótun lærdómssamfélags meðal kennarakennara (Community of Practice) þar sem þeir geta eflt samvinnunám og styrkt sig faglega á tilteknu sviði, s.s. í Færninálgun (Proficiency Approach), morgunfundum, fjölmenningarlegu námi, í sjálfbærni og  vinnu með samfélagslegar áskoranir oflr. Á fyrsta námskeiði munu þátttakendur ræða tækifæri og leiðir til að stofna lærdómssamfélag, miðla góðum aðferðum og þróa áætlun um framkvæmd og innleiðingu  6-12 mánuði fram í tímann.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Bekkjarkennara sem eru að vinna að innleiðingu á tilteknu sviði og vilja móta Lærdómssamfélag til að stuðla að aukinni fræðslu, jafningjastuðningi og efla hæfni sína á því sviði.

Efnistök Námskeiðs:

Þátttakendur munu auka þekkingu sína á mismunandi kennsluháttum og læra að greina efnistök í því miði að bæta nám nemenda sinna.  Dæmi um aðferðir sem farið verður yfir til að bæta kennsluhætti eru: upptaka í kennslustund; horfa saman á kennslu; og fylgjast með kennslu, og hvernig hægt er draga lærdóm af eigin nálgun með þessum aðferðum.   Sömuleiðis munu þátttakendur koma með nemendaverkefni úr eigin kennslu til greiningar og umræðu, lesa saman greinar, deila tilraunum og mistökum.

Skipulag Námskeiðs:

 Inngangsnámskeiðið er 3 klukkustundir.  Í framhaldi er gert ráð fyrir að þátttakendur hitti leiðbeinandann einu sinni í viku eða aðra hverja viku í allt að 6 skipti í 1-1/2 klst í senn til að kynna og æfa fleiri aðferðir við mótun lærdómssamfélags, og skapa fundarvenju þar sem kennarar eiga greinandi og ígrundaða samræðu sem byggir á þeirra eigin og athugunum jafningja og rýni á nemendaverkefni. Námskeiðið er á ensku en námsgögn bæði á ensku og íslensku.

Eftirfylgni:

NORTH býður skólum og sveitarfélögum áframhaldandi þjálfun og ráðgjöf til að dýpka þekkingu og styðja við innleiðingu, s.s. með  því að fylgjast með kennslustund og veita endurgjöf, eða móta áætlun um heildstæða innleiðingu innan skóla eða sveitarfélags.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

Andrea RC Kasper

andrea@northconsulting.is

(+354) 888 3778

Líf sem er lífsins virði – umbreytandi leiðtogaþjálfun fyrir kennara


 Líf sem er lífsins virði námskeiðið virkjar þátttakendur í umbreytandi námsferli.  Fyrst eru þátttakendur leiddir í gegnum Líf sem er lífsins ferðalagið þar sem þeir læra að koma eigin hlutverki og tilgangi í orð og hvað það þýðir að lifa lífi sem er merkingarbært og stuðlar að persónulegri velferð.  Þetta valdeflir þátttakendur til að læra aðferðir til að skapa lifandi námssamfélag innan kennslustofunnar og dýpka eigin þekkingu á því hvernig hægt er að beita Líf sem er lífsins virði nálguninni til að virkja nemendur í að ígrunda á gagnrýninn hátt eigin reynslu, afstöðu, gildi,viðhorf og forsendur, takast á við ólíkar skoðanir og sjónarmið í opnum samræðum, umbreytast af reynslunni og öðlast getu til að lifa og starfa á ábyrgan hátt í flóknum heimi. Líf sem er lífsins virði byggir á Life Worth Living nálguninni sem hefur verið í þróun við Yale háskóla frá 2014. Sjá nánar hér: https://lifeworthliving.yale.edu/.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum

Efnistök Námskeiðs:

Þátttakendur munu rýna gamlar og nýjar hugmyndir og hefðir, eins og þær birtast í fjölbreyttum menningarlegum, trúarlegum og heimspekilegum textum.  Í gegnum lestur á völdum textum, rýni, ígrundun og samræður munu þátttakendur  hugleiða margbreytileika mannlegrar reynslu og setja fram eigin svör við því hvað það er sem gefur þeirra eigin lífi og starfi gildi og merkingu.  Þátttakendur munu vinna með nokkrar af dýpstu spurningum mannlegrar tilvistar,  s.s, Hvað merkir það að tilheyra? Gagnvart hverjum erum við ábyrg?  Hvernig líður okkur þegar við lifum vel? Hvernig eigum við að breyta?  Hvað ættum við að gera þegar okkur mistekts? Í lok námskeiðs munu þátttakendur hafa þekkingu á og færni til að innleiða fjölmarkar tengsla- og þátttökumiðaðar aðferðir í kennslustofuna og virkja nemendur í umbreytandi nám í kennslustofunni.

Boðið er upp á vinnustofu bæði á ensku og íslensku.  Námsefni er að mestu leyti á íslensku en einstaka lesefni á ensku.

Skipulag Námskeiðs:

Líf sem er lífsins virði námskeiðið byggir á tengsla- og þátttökumiðuðum aðferðum.  Ólíkar aðferðir eru notaðar til að ræða hverja spurningu sem er svo fylgt eftir með ígrundun þar sem bæði aðferðin og reynslan af yfirferð hverrar spurningar eru brotin niður í smærri einingar  með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér hana í kennslustofunni.  Til að ná góðum tökum á Líf sem er lífsins virði nálguninni er mælt með að námskeiðið fari fram sem þriggja daga vinnustofa utan vinnustaðar.

Eftirfylgni:

NORTH býður skólum og sveitarfélögum áframhaldandi þjálfun og ráðgjöf til að dýpka þekkingu og styðja við innleiðingu á Líf sem er lífsins virði í kennslustofuna og samþætta nálguninga þvert á námsgreinar.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475

Líf sem er lífsins virði – Leiðtogaþjálfun


Líf sem er lífsins virði leiðtogaþjálfun nálgast fyrirtækjamenningu og stjórnun út frá verðmætustu auðlind hverrar skipulagsheildar:  mannauði. Það eru engar skyndilausnir í boði þegar kemur að því að umbreyta fyrirtækjamenningu og stjórnandi verður að vera leiðtogi í því ferli. Ef þú vilt vera leiðtogi sterkra tengsla og umbreytinga, þá er kominn tími til að gera hlutina á alveg nýjan máta – máta sem gefur þér tækifæri til að umbreyta eigin lífi og menningu fyrirtækis/stofnunar á saman tíma. Í Líf sem er lífsins virði leiðtogaþjálfun munu þátttakendur í gegnum markvissar æfingar þjálfa færni sem skiptir lykilmáli fyrir stjórnun og uppbyggingu sterkrar menningar:

  • Sjálfsvitund – geta til að bera kennsl á, orða og móta gildi, áhugamál, færni, stykrleika, þekkingu og reynslu sem skipta máli fyrir persónulegan vöxt og faglegan árangur.
  • Djúp hlustun – færni  sem gerir okkur kleift að tengjast, finna til samkenndar og heyra raddir annarra. Felur í sér að vera til staðar, taka eftir ótta, æfa virka hlustun og athugun. 
  • Gagnrýnin hugsun – geta til að túlka, meta og greina staðreyndir og upplýsingar til að móta skoðun eða taka ákvarðanir.
  • Ígrundun – geta til að skapa, dýpka, gagnrýna og skrásetja nám.
  • Samtalsfærni og stjórnun þvert á mismun – geta til að beita virkri hlustun, tryggja þátttöku allra, sýna samkent oflr. sem eru mikilvæg til að byggja upp fagleg og persónuleg tengsl.
  • Dýpra þakklæti fyrir því hvernig menningarleg viðmið og forsendur hafa áhrif á samskipti og sambönd – þakklæti er leiðtogahæfileiki sem ekki allir leiðtogar hafa en er færni sem styður markvisst við uppbyggingu tengsla og menningar.
  • Skapa dýpri tilfinningu fyrir samstillingu innan teymis/fyrirtækis/stofnunar – geta til að tryggja að allir skilja tilganginn, ferlið og ávinningin af breytingum/verkefni oflr. 

Líf sem er lífsins virði leiðtogahugsun byggir á aðferðafræði sem var upprunalega þróuð innan Yale háskóla og kallast “Life Worth Living.” (sjá nánar hér: https://lifeworthliving.yale.edu/)  Með þessari nálgun vinna þátttakendur með nokkrar af dýpstu spurningum mannlegrar tilvistar, s.s. Hvernig lítur farsælt líf út?

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Stjórnendur og leiðtoga í fyrirtækjum og stofnunum

Efnistök Námskeiðs:

Þátttakendur munu rýna gamlar og nýjar hugmyndir og hefðir, eins og þær birtast í fjölbreyttum menningarlegum, trúarlegum og heimspekilegum textum.  Í gegnum lestur á völdum textum, rýni, ígrundun og samræður munu þátttakendur  hugleiða margbreytileika mannlegrar reynslu og setja fram eigin svör við því hvað það er sem gefur þeirra eigin lífi og starfi gildi og merkingu.  Þátttakendur munu vinna með nokkrar af dýpstu spurningum mannlegrar tilvistar,  s.s, Hvað merkir það að tilheyra? Gagnvart hverjum erum við ábyrg?  Hvernig líður okkur þegar við lifum vel? Hvernig eigum við að breyta?  Hvað ættum við að gera þegar okkur mistekst ? Á sama tíma og þátttakendur svara þessum spurningum fyrir sig sjálfa er skorað á þá að svara þeim fyrir hönd fyrirtækis/stofnunar. Í lok námskeiðs munu þátttakendur hafa öðlast aukna hæfni til að leiða umbreytingu og stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri menningu og stjórnun sem setur manneskjuna í forgrunn.

Boðið er upp á vinnustofu bæði á ensku og íslensku.  Námsefni er að mestu leyti á íslensku en einstaka lesefni á ensku.

Skipulag Námskeiðs:

Námskeiðið  byggir á tengsla- og þátttökumiðuðum aðferðum.  Ólíkar aðferðir eru notaðar til að ræða hverja spurningu sem er svo fylgt eftir með ígrundun þar sem bæði aðferðin og reynslan af yfirferð hverrar spurningar eru brotin niður í smærri einingar  með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér hana sem leiðtogi í faglegu starfi

Hægt er að skipuleggja námskeiðið með fjölbreyttum hætti, allt eftir því hvað hentar best þörfum viðsiptavinar.  Dæmi um fyrirkomulag:

  • Stjórnendateymi í fyrirtæki/stofnun:
    • 3-daga vinnustofa utan vinnustaðar
    • Sjö hálfs dags vinnustofur utan vinnustaðar eða á vinnustað
    • Hálfs dags kynning á Líf sem er lífsins virði – þátttakendur læra um nálgunina og rýna eina lífsspurningu (gæti hentað fyrir starfsdag)

Eftirfylgni:

NORTH býður fyrirtækjum og stofnunum áframhaldandi ráðgjöf og þjálfun til leiðtoga, bæði til að dýpka eigin þekkingu og styðja við innleiðingu á Líf sem er lífsins virði nálgunin í stjórnun og umbreytingarferli innan skipulagsheildar.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475

Lærum að meta betur yfirfæranlega hæfni


Á þessu hálfs dags námskeiði fá þátttakendur innsýn í mikilvægi þess að þjálfa meðal nemenda yfirfæranlega hæfni – hæfni sem nýtist í daglegu lífi, Á þessu hálfs dags námskeiði fá þátttakendur innsýn í mikilvægi þess að þjálfa meðal nemenda yfirfæranlega hæfni – hæfni sem nýtist í daglegu lífi, frekara námi og við störf – s.s. tilfinningaleg hegðunarstjórnun, sköðun, greinandi og gagnrýna húgsun, skilning, forvitni, ábyrga ákvarðanatöku og samskipti.  Þeir munu einnig kynnast matslista sem kallast SOUL (Sál) og hægt er að nota til að bera kennsl á, þjálfa og meta yfirfæranlega hæfni meðal nemenda sinna, hvort heldur innan skólastofunnar eða utan hennar, s.s. í frístund og fjölbreyttum tómstundum.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Alla þá sem koma að námi og kennslu barna í leik-, grunn- og framhaldsskóla, hvort heldur sem er formlegu eða óformlegu námi í íþróttum og fjölbreyttum tómstundum (kennarar, tómstundafræðingar, þjálfarar oflr). Hægt er að sérsníða nálgun sbr. þarfir stofnunar.

Efnistök Námskeiðs:

Á námskeiðinu verður farið yfir hvað yfirfæranlega hæfni er, núverandi gat í hæfni og tengingu við Aðalnámskrá. Þátttakendur munu ígrunda hvernig hægt  er að þjálfa yfirfæranlega hæfni í formlegu og óformlegu námi og vinna æfingar sem hægt er að nota í fjölbreyttu námsumhverfi.  Þátttakendur munu einnig fá góða innsýn í SOUL matslistana sem eru þvíþættir:  heilstæður matslisti (Rubric Assessment) og stutter tékklisti fyrir sjö mismunandi yfirfæranlega hæfni, og hvernig hægt er að nýta þá Ií eigin starfsumhverfi. Boðið er upp á vinnustofu bæði á ensku og íslensku. 

Námsefni og matslistar eru á íslensku.

Skipulag Námskeiðs:

Þetta hálfs dags námskeið (3-4 klst) er sett upp sem vinnustofa og samanstendur af kynningu á yfirfæranlegri hæfni, áskorun í að setja hæfniviðmið og meta þá hæfni, þjálfun með raunhæfum verkefnum og þjálfun í að nota SOUL matslistann og ígrundun. Hver vinnustofa er sérsniðin að þörfum hvers þátttakendahóps.

Eftirfylgni:

NORTH býður áframhaldandi sérsniðna þjálfun og ráðgjöf til þátttakenda til að dýpka þekkingu og styðja við innleiðingu innan skóla, íþrótta- og tómstundafélaga, í frístund oflr.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475

Mótun heildræns námsumhverfis  með samfélagsleg málefni og menntun til sjálfbærni í forgrunni


Á þessu námskeiði  munu þátttakendur kynnast kennslufræðilegum ramma sem kallast Digital Destiny, eða “Stafræn Örlög” og byggir á 5 grunnstoðum sem eru hugsaðar sem áttaviti fyrir kennara til að nota við skipulag kennslu og í að móta heildrænt námsumhverfi þar sem samfélagsleg málefni og menntun til sjálfbærni (Education for Sustainable Development) eru samþætt námskrá og inn í kennsluáætlanir. Ramminn felur í sér kennslufræðilega nálgun sem virkjar nemendur í eigin námi á markvissan hátt og styðst við blandað nám eftir því sem við á.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Grunnskólakennara.  Hægt er að aðlaga námskeið að þörfum leikskólakennara.

Efnistök Námskeiðs:

Á námskeiðinu munu þátttakendur kynnast ofan í kjölinn grunnstoðum Digital Destiny kennslurammans: 1) Að læra í gegnum samfélagslegar áskoranir; 2)  Að læra gegnum samræður og samskipti; 3) Að læra gegnum hugsun; 4) Að læra gegnum mat og ígrundun; 5) Að læra gegnum skipulagt ferli, og hvernig hægt er að byggja á þeim til að samþætta samfélagslega málefni og sjálfbærni inn í námskrá og kennslu. Hver grunnstoð styður kennara í að hugsa um, þróa og skapa ígrundaða og vandaða námsupplifun  fyrir nemendur í örugg námsumhverfi þar sem allar raddir heyrast. Þátttakendur fá einnig sniðmát fyrir kennsluáætlun ig  innsýn í gerð áætlunar sem byggir á grunnstoðunum,  og æfingu í að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum við innleiðingu grunnstoðanna, saman, og í sitt hvoru lagi. Þátttakendur læra sömuleiðis að nota stafrænan námsvef Digital Destiny, www.digitaldestiny.eu sem er á íslensku.

Boðið er upp á vinnustofu á íslensku og ensku.  Öll námsgögn eru á íslensku.

Skipulag Námskeiðs:

Námskeiðið er sett upp sem heilsdags vinnustofa (7 klst).  Þátttakendur fá kynningu á Digital Destiny kennslurammanum, grunnstoðum og hvernig hann nýtist beint inn í kenslu.  Í framhaldi fá þátttakendur tækifæri til að vinna í hópi að mótun kennsluáætlunar sem byggir á sniðmáti DD og æfingu í að beita fjölþættum aðferðum og verkefnum sem sett hafa verið fram fyrir hverja grunnstoð til að samþætta samfélagsleg málefni og menntun til sjálfbærni inn í kennslu.

Eftirfylgni:

NORTH býður áframhaldandi sérsniðna þjálfun og ráðgjöf til þátttakenda til að dýpka þekkingu og styðja við innleiðingu á samfélagslegum málefnum og menntun til sjálfbærni (ESD), s.s. með  því að fylgjast með kennslustund og veita endurgjöf, eða móta áætlun um heildstæða innleiðingu innan skóla eða sveitarfélags.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475

Tækifæri til sóknar í styrktarsjóði:  lærum að skrifa árangursríka umsókn


Námskeið veitir góða innsýn í ólík tækifæri til sóknar fyrir styrki fyrir nýstárlegar hugmyndir að verkefnum og lausnum og uppbyggingu árangursríkrar umsóknar.  Þátttakendur munu einnig fá æfingu í að setja fram hugmyndir og skipuleggja umsóknarskrif á markvissan hátt.

Lesa Meira

Fyrir Hvern:

Stjórnendur og starfsfólk í leik-, grunn-, og framhaldsskólum, stjórnsýslu sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra stofnana. Hægt er að sérsníða nálgun sbr. þarfir stofnunar.

Efnistök Námskeiðs:

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra um tækifæri til sóknar fyrir hugmyndir að verkefnum og lausnum í gegnum innlenda og erlenda styrktarsjóði og hvernig hægt er að tryggja að umsókn mæti markmiðum, forgangsatriðum og formskilyrðum ólíkra sjóða.  Þátttakendur læra um einstaka þætti í uppbyggingu árangursríkrar umsóknar og fá æfingu í að setja hugmyndir sínar fram skv. tilteknu sniðmáti, deila henni með öðrum þátttakendum og  fá endurgjöf. Þátttakendur fá einnig sniðmát og leiðbeiningar sem nýtast við umsóknaskrif í ólíka sjóði. 

Námskeið er á íslensku.

Skipulag Námskeiðs:

Námskeiðið er sett upp sem hálfs dags vinnustofa (3 klst) og samanstendur af stuttum kynningum, yfirferð á sniðmáti og leiðbeiningum og æfingum.  Þátttakendur vinna æfingar einstaklingslega eða í pörum, ígrunda eigin vinnu og fá endurgjöf frá jafningjum.

Eftirfylgni:

NORTH býður áframhaldandi sérsniðna þjálfun og ráðgjöf til þátttakenda og stofnana, s.s. við kortlagningu á sókn í ólíka styrktarsjóði, við þróun hugmynda að verkefnum og uppbyggingu, skrif eða endurgjöf á skrif umsókna í sjóði.

Stuðningur við námskeiðsgjöld:

Fyrirtæki/stofnanir geta sótt um styrki úr starfsmenntasjóðum þeirra stéttarfélaga sem meirihluti starfsmanna þeirra tilheyrir. Sjá nánari upplýsingar á attin.is 


Fyrir frekari upplýsingar og verð, hafið samband við:

María Kristín Gylfadóttir
maria@northconsulting.is

+354 820475