NORTH er lítið teymi af vel menntuðu og reynslumiklu fólki sem hefur víðtæka sérþekkingu á sínu starfssviði. NORTH er hliðhollt og ábyggilegt teymi.
Framkvæmdastjóri og þjálfari
María Kristín Gylfadóttir er með BS gráðu í alþjóðafræðum og samskiptum, MS gráðu í evrópskum stjórnmálum og MBA gráðu í rekstrarfræðum og stjórnun. María hefur síðastliðin 25 ár sérhæft sig í vinnu með ólíkum skipulagsheildum, sérstaklega í að móta sýn og varða leiðir að markmiðum, vinna með styrkleika, nýta tækifæri og þróa ný verkefni og lausnir. Það eru fáir eins góðir samstarfsaðilar og María þegar efla þarf sjálfstraust og trú á eigin getu og verkefni, stór og smá. Í handbók Maríu eru einungis lausnir, engin vandamál!
Sími: 820-4752
Netfang: maria@northconsulting.is
Sérfræðingur og þjálfari
Andrea Rose Cheatham Kasper, er með BA gráðu í samskiptum, MA gráðu í menntunarfræðum og doktorspróf í leiðtogamenntun. Andrea hefur starfað innan menntageirans í yfir 25 ár, sem kennari, deildarstjóri og skólastjórnandi. Andrea býður skólum og stofnunum sérfræðiþekkingu sína í menningarstjórnun, þjónandi stjórnun og dreifstýrðrar stjórnunar, uppbyggingu liðheilda og hæfniuppbyggingu starfsfólks og leiðtoga, s.s. í mótun inngildandi menningar á vinnustað, tileinkun nýs tungumáls í námi, mótun yfirfæranlegrar hæfni og tilfinningagreind og í Life Worth Living nálguninni.
Sími: 888-3778
Netfang: andrea@northconsulting.is