Ráðgjöf

NORTH er samstarfsaðili þinn í að móta framtíðarsýn, hvort heldur sem er með stefnumótun, nýstárlegri lausnaþróun eða í gegnum teymisuppbyggingu og hæfniþróun starfsfólks og leiðtoga. 

  • NORTH aðstoðar ólíkar skipulagsheildir við að móta og innleiða stefnu og skipulag.  Við styðjum þig í innleiðingarferli stefnu, við áætlanagerð, mótun markmiða og mælikvarða og þjálfun starfsfólks.
  • NORTH leiðbeinir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum við að skilgreina áskoranir og finna nálgun til að leysa þær, þróa nýstárlegar og raunhæfar nýjar lausnir og leita fjármögnunar til að koma lausninni á markað.
  • NORTH aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að skipuleggja skemmtilega, fræðandi og gefandi starfsmannastefnumót, hópeflis- og leiðsheildaræfingar.
  • NORTH aðstoðar leiðtoga við að styrkja sig í hlutverki sínu og þróa með sér hugarfar ígrundunar, tengsla og umbreytingar.

Skrif á Styrkumsóknum

NORTH er þinn samstarfsaðili þegar kemur að skrifum á árangursríkri styrkumsókn.

  • NORTH teymið hefur einstaka sérþekkingu á skrifum á styrkumsóknum í fjölbreytta innlenda og alþjóðlega styrktarsjóði.
  • NORTH leiðbeinir frumkvöðlum, fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum við að koma hugmyndum sínum á blað og veitir mismunandi stuðning við skrif á styrkumsóknum – allt frá því að gefa endurgjöf á fullunna umsókn og í að skrifa umsóknina í heild.
  • NORTH býður upp á stuðning við utanumhald, skrif á áfanga- og lokaskýrslum og verkefnisstjórnun við framkvæmd styrktra verkefna.