NORTH Consulting tekur þátt í verkefni um frumkvöðlafræðslu til ungmenna í sveitarfélaginu Bruntal í Tékklandi


NORTH Consulting, í samstarfi við sveitarfélagið Bruntal í Tékklandi tekur þátt í 13 mánaða verkefni styrkt af Uppbyggingarsjóði EES.

Verkefnið, sem hófst í ágúst 2021 og líkur um miðbik 2022, miðar að því að auka hæfni kennara og annars starfsfólks sveitarfélagsins í að stuðla að frumkvöðlafræðslu fyrir ungmenni í sveitarfélaginu í því miði að efla nýsköpun í samfélaginu og stofnun nýrra fyrirtækja.

Meginmarkmið verkefnisins er þannig að efla hæfni starfsfólks í Bruntal til að samþætta nýja kennslufræði við annað nám innan grunnskóla sem miðar sérstaklega að því að efla sköpunargáfu, auka frumkvöðlahæfni og styðja við óformlegt nám ungmenna og áhuga á að stofna eigið fyrirtæki. Meginmarkhópur verkefnisins eru kennarar og annað starfsfólk sveitarfélagsins sem vinnur að nýsköpun innan þess og munu í framhaldinu miðla áfram nýrri þekkingu til annarra kennara og starfsfólks um skapandi hugsun og frumkvöðlanám og þannig margfalda áhrif verkefnisins Þannig eru efri styrkþegar verkefnisins bæði kennarar og nemendur og unglingar í samfélaginu okkar.

Námsheimsóknir til beggja landa eru fyrirhugaðar. Þannig mun starfsfólk NORTH halda námskeið fyrir nemendur og kennara og annað starfsfólk í aðferðum frumkvöðlanáms og fulltrúar Bruntal munu koma í heimsókn til Íslands og fá innsýn í hvernig staðið er að frumkvöðlakennslu hér á landi.  Verkefnið eykur þannig bæði þekkingu og hæfni og getu til að samþætta skapandi nám og uppbyggingu frumkvöðlahæfni í venjulegt skólastarf. Verkefnið styrkir einnig tvíhliða samskipti samstarfsaðila ásamt því að vekja athygli á EES-styrkjum í báðum samstarfslöndunum.

Fleiri upplýsingar um Uppbyggingarsjóð EES og skóla- og fræðslustyrki er að finna á www.eeagrants.org.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *